Þessa uppskrift fengum við frá vini okkar og listakokkinum Tom Keinan. Við breyttum henni örlítið og úr varð hátíðlegur eftirréttur sem er algjörlega tilvalinn á jólunum eða áramótunum.
Uppskrift fyrir 4-5 manns:
4-5 litlar ferskar perur (eða 2-3 stórar skornar í helminga) 
u.þ.b. 1 líter rauðvín
500 gr sykur
2 msk Jólaglöggskryddblanda Kryddhússins

Afhýðið perurnar og hreinsið kjarnann úr. Setið allt nema perurnar í pott og hitið upp að suðu. Látið vökvann sjóða í u.þ.b. 10-15 mín. og setjið þá perurnar út í. Lækkið hitann og látið malla þar til perurnar eru mjúkar í gegn og rauðvínið hefur soðið niður um helming eða í sýróp. Berið fram með vanilluís og ristuðum möndluflögum.