Graskerasúpa Kryddhússins (uppskrift fyrir 6)

1 lítill laukur

850 gr  grasker (kjötið innan úr því)

1 sæt kartafla (eða hálf ef hún er mjög stór)

3 msk Sætkartöflukrydd

1 tsk kanill malaður

½ tsk Engifer malað

¼ tsk Negull malaður

salt og Rósapiparpipar

1 dós kókosmjólk

Graskerafræ og Nigella fræ til skrauts

Skerið “lok” á graskerið og hreinsið kjötið innan úr því með skeið. (Passið að taka fræin frá).

Laukur skorinn smátt og steiktur í potti. Kartaflan afhýdd og skorin smátt, bætið graskerinu og kartöflunni út í pottinn og látið allt hitna vel í gegn. Gott að hræra annað slagið í. Hellið 600ml af vatni út í pottinn ásamt kókosmjólkinni. Saltið og piprið vel og látið allt malla í 20-30 mín. eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Allt sett í blandara eða maukað með töfrasprota til að fá fallega áferð á súpuna. Ef hún er of þykk þá þynnið hana með vatni og hugsanlega þarf þá að krydda hana til. Fallegt og næringarríkt að strá graskerafræum og Nigella fræum yfir hverja súpuskál fyrir sig.

Glúeinlausir brauðfingur í anda Hrekkjarvöku:

Ég notaði brauðblöndu frá Sukrin, Fiberbröd. Farið eftir leiðnbeiningum utan á pakkanum og mótið deigið í fingur eins og sést á myndinni hér að ofan. Þrýstið möndlu (nögl) niður á annan endann á fingrinum. Ég fékk sjö fingur úr pakkanum. Penslið yfir fingurnar með volgu vatni og stráið Nigella fræum yfir áður en fingurnir eru bakaðir (sjá leiðbeiningar utan á Fiberbröd pakkanum).