Grillsalat:

3 tómatar

1 rauð paprika  

1 ferskt chili

1 laukur

1-2 hvítlauksgeirar

ólífuolía, salt og pipar.

Allt heilgrillað með hýðinu á. Grillið vel á öllum hliðum. Þegar þetta er tilbúið takið þá hýðið af grænmetinu, (kjarnhreinsið paprikuna) og skerið allt fínt.  Setjið í skál og dreypið af ólífuolíu saman við, saltið og piprið eftir smekk.

Mjög holl salatdressing með sinnepsfræum:

1 msk sinnepsfræ (mulin i mortel eða með kökukefli en það er mjög auvelt að mylja fræin )
1 tsk eplaedik

1/2-1 dl ólífuolía (þessi græna, góða)

1 tsk lífrænt hunang

Smá sítrónusafa og salt (sjávarsalt) ef vill

Öllu hrært vel saman og hellt yfir ferskt grænt salat.

Sinnepsfræ eru súperfæða og ekki að ástæðulausu. Þau eru auðug af næringarefnum eins og selenium, magnesíum, zinki sem og omega 3 fitusýrum og járni, B6 vítamíni ofl. Þau vinna gegn bólgum, gikt og eru bakteríudrepandi svo e-ð sé nefnt. Sinnepsfræ eru ekki ný undir sólinni frekar en annað krydd og þau koma fyrir í 2500 ára indverskum frásögnum um Gautama Buddah og á þau er minnst á í Biblíunni sem sýnir hve mögnuð þessi fræ eru!