Uppskrift:
160 g hveiti
½ tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
1 góð tsk Kanill malaður
¼ tsk Negull malaður
1 stórt egg
1 eggjarauða
200 g sólblómaolía
270 g sykur (ég minnkaði magnið um helming)
50 g valhnetur
50 g kókosflögur
135 g grófrifnar gulrætur
2 eggjahvítur
aðeins salt
Aðferð: Hitið ofninn í 170C. Sigtið saman hveitið, lyftiduftið, matarsódann og kryddið í skál. Hrærið saman með gafli, einu eggi og einni eggjarauðu og setjið til hliðar. Þeytið saman olíuna og sykurinn í hrærivél í u.þ.b. mínútu. Því næst blandið eggjahrærunni, valhnetunum, gulrótunum, kókosflögunum og þurrefnunum varlega en vel saman við án þess að ofþeyta. Setjið eggjahvíturnar ásamt salti á hnífsoddi í skál og stífþeytið. Þessu blandað varlega saman við hræruna. Allt sett í muffins bökunarform og bakað í u.þ.b. 40 mín (einnig hægt að baka í 20 cm kökumóti og þá er baksturinn allt að 1 klst eða meira). Gott að stinga hníf í miðju formsins og ef hann kemur frekar þurr út þá er kakan/múffan tilbúin.
Krem: 175 g rjómaostur (ég notaði Philadelphia) við stofuhita
70 g smjör við stofuhita
35 g flórsykur
25 g hunang
30 g fíntskornar valhnetur (ef vill) til að skreyta með
Aðferð: Þeytið rjómaostinn þar til hann er mjúkur og laus við kekki. Setjið til hliðar. Þeytið smjörið, sykurinn og hunangið saman þar til létt og laust við kekki. Blandið rjomaostinum varlega saman við hræruna. Kremið sett á muffinin (eða kökuna) og valhnetum stráð yfir.
Uppskriftin er frá Yotam Ottolenghi, úr Ottolenghi The Cookbook.