Kryddhúsið fagnar fimm ára afmæli í ár. Ólöf Einarsdóttir er stofnandi og eigandi vörulínunnar ásamt eiginmanni sínum Omry Avraham en þau hófu starfsemina í lítill íbúð í miðbænum. Nú fimm árum síðar er kryddin að finna í hillum allra helstu matvöruverslana landsins og þekktir matarbloggarar hanna kryddblöndur í samvinnu við Kryddhúsið.

Ilmandi kryddblöndur sem kitla bragðlaukana

„Þetta byrjaði í miðbæ Reykjavíkur, á haustdögum 2015, með lítilli en metnaðarfullri krydd- og teverslun „Krydd & Tehúsið“. Þar sem við fluttum inn krydd og te ásamt grískri sælkeravöru með meiru,“ útskýrir Ólöf. „Við tókum 70 fermetra íbúð á leigu í Þverholti sem við breyttum í verslun. Pínulitla eldhúsið varð að pökkunaraðstöðu þar sem við handpökkuðum kryddinu og vörulagernum var komið fyrir í eina svefnherberginu. 

Á daginn rákum við verslunina og pökkuðum kryddi til skiptis og á kvöldin tókum við á móti hópum í svokölluð kynningarkvöld sem urðu mjög vinsæl. Þar vorum við með sýnikennslu í matargerð og smakk, héldum smá tölu um krydd og svo fengu allir uppskriftir með sér heim og gátu verslað í versluninni með afslætti í lok kvölds. Í gegnum þessi kynningarkvöld komu hundruðir manna og kvenna. Þetta var góður og lærdómsríkur tími þar sem vð vorum í miklum samskiptum við viðskiptavinina og þarna mótaðist stefnan okkar. Þessi aðstaða í Þverholtinu dugði okkur fyrstu tvö árin en sprakk utan af sér á endanum og við fluttum reksturinn í Hafnarfjörðinn á vordögum 2018.“

Breyttu vörumerkinu og byggðu upp

Með flutningunum í Flatahraun urðu áherslubreytingar eins og gengur. Kryddið átti þó hug þeirra Ólafar og Omry allan og úr varð vörumerkið Kryddhúsið. Þau fengu Auglýsingastofuna Jökulá til liðs við sig og breyttu útliti vörumerkisins.

„Þeir bentu okkur á að umbúðirnar undir kryddið þyrftu litríkara og meira frískandi útlit sem væri lýsandi fyrir vöruna og þeir hjá Jökulá stóðu undir væntingum vægast sagt. Þeir tengdu útlitið við upprunann og ástríðuna sem býr að baki vörunni,“ segir Ólöf. Þá hafi sérstakt litakerfi verið hannað á merkimiðana til aðgreiningar: Gulur fyrir heil og möluð krydd, blár fyrir kryddblöndur fyrir fisk og sjávarfang og rauður fyrir kjöt og kjúkling. Grænn miði fer á allt það krydd sem fellur ekki undir flokkana heil og möluð, kjöt og fiskur.

„Einnig settum við okkur það markmið að auka aðgengi landsmanna allra að Kryddhús kryddinu og nú árið 2020 er varan komin í allar helstu matvöruverslanir á landinu. Í dag erum við heildsala sem flytjum inn, blöndum og pökkum kryddi og rekum einnig vefverslun á vefsíðunni kryddhus.is,“ segir Ólöf. Þau hafi háleitar hugmyndir varðandi Kryddhús-línuna.

Ólöf og Omry velja eingöngu hágæða hráefni í kryddblöndurnar

Hreinleiki og gæði í lykilhlutverki

„Við erum stöðugt á tánum varðandi vöruþróun alla daga. Við viljum einungis hágæða hráefni, án allra aukaefna hvaða nafni sem þau kallast. Við viljum að hreinleiki og gæði séu í lykilhlutverki ásamt bragði auðvitað. Kryddblöndurnar eru margar hverjar handgerðar og án salts eins og mögulegt er. Einstaka kryddblanda inniheldur þó salt og þá í góðum gæðum. Til að mynda notum við sjávarsalt í Frönsku kartöflukryddið sem ásamt Gyros grillkryddi er nýjasta viðbótin við línuna okkar.“

Að starfa í sátt við umhverfið

„Við höfum velt umbúðamálum mikið fyrir okkur og úr varð að við handpökkum kryddinu í umbúðir úr PET og áli. En bæði þessi efni eru 100 % endurvinnanleg og við teljum það vera handhægasta og vistvænasta kostinn í umbúðum undir krydd í dag,“ segir Ólöf en PET er tegund af plasti sem er framleitt undir matvæli.

„Við viljum vera í sem mestri sátt við umhverfið og með aukinni vefverslun eru þessar umbúðir léttar og þægilegar og einnig léttar í innflutningi. Þar af leiðandi skilja þær eftir sig færri kolefnispor heldur en t.d. glerumbúðir. Eftir notkun er gler urðað en PET og ál er flutt úr landi til frekari endurvinnslu.“

Veislulína Kryddhússins fæst í Bónus. Grillveisla, Lambaveisla og Kjúklingaveisla er komið í nýjan og sýnilegri búning eða í appelsínugula miða

Matarbloggarar og sælkerar í samstarfi

Kryddhúsið er í samstarfi við ástríðukokkinn og Lækninn í eldhúsinu, Ragnar Frey og Berglindi Guðmunds í Gulur, rauður grænn og salt og hafa sett saman sérstakar kryddblöndur í þeirra anda.

Ástríðukokkurinn og Lækninn í eldhúsinu, Ragnar Freyr og Berglind Guðmunds í Gulur, rauður grænn og salt hafa hannað kryddblöndur með Kryddhúsinu

„Við settum okkur í sambandi við þau Ragnar og Berglindi með það í huga að blanda kryddblöndur eftir þeirra uppskriftum og afraksturinn eru fjórar dásamlegar kryddblöndur. Ragnar Freyr á heiðurinn af „El toro loco“ eða brjálaða nautið og lambakryddinu „Yfir holt og heiðar“. Ragnar Freyr er ekki bara læknir í fullu starfi og rúmlega það heldur er hann mjög virkur á matarblogginu, orkumikill með eindæmum og býr yfir stórum og fjörugum persónuleika sem heillar. Í ofanálag er hann húmoristi sem sést á nafnagiftinni á kryddblöndunum hans. 

Kryddblöndurnar eftir Ragnar Frey og Berglindi

Berglind er fagurkeri og allt sem kemur frá henni er svo fallegt. Indælli manneskja er vandfundin og hún er öllu rólegri en orkuboltinn hann Ragnar en engu að síður matargæðingur fram í fingurgóma rétt eins og hann. Hún á heiðurinn af „Ítalinn pizzakrydd“ og „Mexíkaninn Taco krydd“. Það hefur verið okkur heiður að fá að vinna með þessum eðalmanneskjum,“ segir Ólöf.

Fjáröflun og tækifærisgjafir fyrir fyrirtæki og einstaklinga

„Við höfum boðið upp á sérvalin krydd í fjáröflun fyrir íþróttafélög og félagasamtök við góðar undirtektir síðustu ár. Einnig útbúum við gjafapakkningar fyrir hin ýmsu tilefni eða allt frá innflutningsgjöfum til brúðkaupsgjafa og allt þar á milli. Fyrirtæki hafa líka nýtt sér þessa þjónustu og við höfum útbúið gjafakörfur fyrir starfsmenn jafnt og viðskiptavini þeirra.“  Nánari upplýsingar eru í s. 777-0027 eða á kryddhus.is

Kryddhúsið útbýr gjafakörfur fyrir fyritæki og einstaklinga

Stóreldhús og framleiðslugeirinn

„Í janúar á þessu ári hófum við samstarf við ÍSAM um dreifingu og sölu á Kryddhús kryddinu til stóreldhúsa og framleiðslufyrirtækja. Þrátt fyrir covid þá hefur gengið vonum framar og við erum mjög ánægð. Við sjáum fram á enn frekari vöruþróun Kryddhússins enda þessi stórmarkaður svo til óplægður akur fyrir okkur enn sem komið er og framtíðin með ÍSAM er því björt,“ segir Omry að lokum.

Afmælistilboð

Kryddhús kryddið verður á afmælistilboði á helstu sölustöðum út mánuðinn og því er um að gera að krydda sig upp og kynnast þessu dásamlega, heilsusamlega og ekki síst bragðgóða kryddi. Endilega kíkjið á facebook síðu Kryddhússins en þar er í gangi gjafaleikur í tilefni 5. ára afmælisins. Uppskriftir og frekari fróðleik má sjá á kryddus.is   

add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );