Fyrir u.þ.b. 6-7 manns (grænmetis-vegan réttur)

Það er mjög gott að setja baunir í súpur og mauka þær með töfrasprota eða í matvinnsluvél, til að fá rjómakennda áferð. Með því að bæta við baunum í súpuna fær maður prótein og auka næringu og súpan verður saðsamari fyrir vikið.

Uppskrift:

1/2 laukur (eða 1 lítill)

500 gr blómkál (u.þ.b. 1 haus)

400 gr sellerýrót (u.þ.b. 1/2 haus)

tæpur bolli af (brúnum) linsubaunum (u.þ.b. 100 gr)

1 hvítlauksgeiri (eða 1/2 ef hann er stór)

2 msk Hawayij kryddblanda Kryddhússins

salt og pipar 

bragðgott og fallegt að setja myntulauf í hverja skál (margir með í görðunum sínum yfir sumarið) sem skraut. Skerið laukinn smátt og svitið hann dágóða stund í potti (með olíu) ásamt 2 msk af Hawayij kryddblöndunni, þar til laukurinn er glær og mjúkur. Skerið blómkálið og sellerýrótina í grófa bita og setjið út í pottinn ásamt hvítlauknum (krömdum) og linsubaununum.  Hitið allt vel í gegn og hrærið í svo ekki brenni við. Saltið vel (ég mæli með Dauðahafssaltinu eða öðru góðu salti) og piprið. Hellið u.þ.b. 1.3 lítrum af vatni yfir eða þannig að flæði vel yfir grænmetið. Sjóðið í 25-30 mín eða þar til allt er orðið mjúkt. Þá er gott að mauka allt saman með töfrasprota (eða setja í blender) til að fá fallega áferð á súpuna. Saltið og piprið hana til og ef hún er of þykk þá bæta vatni út í og hita hana aðein

add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );