Þessa Jólaglöggskryddblöndu sem er hugsuð í glögg er tilvalið að nota til að útbúa bragðmikið síróp sem er hægt að njóta yfir Aðventuna og hátíðirnar sem í vændum eru. Þessi uppskrift gefur dásamlega bragðmikið og gott síróp sem inniheldur bragð jólanna og er dásamlegt að eiga til að bragðbæta t.d sósur, heita drykki og kokteila. Eða bara að hella því út á ís eða eftirrétt eins og Ris a la mand.

Uppskrift:

750ml rauðvín (ég nota ódýrt beljuvín) eða eplasafi

2 kúfaðar msk af Jólaglöggskryddblöndu

375 gr hrásykur

Aðferð:

Setjið rauðvínið eða eplasafann í pott ásamt Jólaglöggskryddinu og hrásykrinum. Látið suðuna koma upp og sjóðið saman þar til vökvinn hefur soðið niður um helming eða þar til þið eruð sátt við þykktina/áferð sírópsins. Sigtið þá kryddið frá og hellið sírópinu í krukku. Það geymist vel í lokuðu íláti á svölum stað.