Sérblöndur-samstarf

[vc_row layout=“boxed“ css=“.vc_custom_1460237231715{margin-right: 15px !important;margin-left: 15px !important;}“][vc_column width=“1/3″][vc_single_image image=“2071″ img_size=“full“][vc_empty_space height=“25″][/vc_column][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Kryddhúsið

Um okkur

Kryddhúsið er fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 2015 af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham. Omry er alinn upp við ríka kryddhefð matarmenningu miðausturlanda. Hann er frá Ísrael og á ættir að rekja til Marokkó og Íraks. Ólöf er menntuð í náttúrulækningum og hennar nálgun er næringargildi kryddsins og eiginleikar ásamt góðu bragði. Í Kryddhúsinu sameinast bakgrunnur þeirra beggja ásamt ástríðu fyrir góðum og næringarríkum mat.

Starfsemin

Kryddhúsið hóf starfsemi sína í Þverholti 7, Reykjavík sem lítil en metnaðarfull kryddverslun “Krydd & Tehúsið” sem bauð upp á rúmlega hundrað og fjörutíu tegundir af kryddi og tei frá hinum ýmsu heimshornum ásamt grískri sælkeravöru með meiru.

Árið 2018 flutti starfsemin í Flatahraun, Hafnarfirði með tilheyrandi breytingum. Úr varð að vörumerkið Krydd og Tehúsið varð Kryddhúsið og öll áhersla lögð á krydd. Takmarkið var að varan fengist í matvöruverslunum um allt land. Nú árið 2022 fæst Kryddhús kryddið í helstu matvöruverlsunum á Íslandi.

Nostrað við krydd

Kryddhúsið státar af frábæru úrvali af kryddblöndum frá hinum ýmsu heimshornum ásamt heilu og möluðu kryddi í miklum gæðum.

Varan er náttúruleg, ómeðhöndluð og án allra aukaefna. Mikið af kryddblöndunum eru handgerðar og kryddinu er handpakkað í vistvænar umbúðir úr PET plasti og áli. Einstaka kryddblöndur innihalda salt en þá yfirleitt í litlu magni, þá sjávarsalt eða annað salt í góðum gæðum, annars er kryddið án salts.

Stóreldhús

Í janúar 2020 hóf Kryddhúsið samstarf við heildsöluna ÍSAM, nú ÓJK&ÍSAM um dreifingu og sölu á kryddi til mötuneyta, stóreldhúsa og matsölustaða. Sölusími þar er 522-2728, pantanir@isam.is og vefverslun https://vefverslun.isam.is[/vc_column_text][vc_empty_space height=“25″][/vc_column][/vc_row]