Kryddið okkar

Nostrað við krydd

Kryddhúsið státar af frábæru úrvali af kryddblöndum frá hinum ýmsu heimshornum ásamt heilu og möluðu kryddi í miklum gæðum. Varan er náttúruleg, ómeðhöndluð, án msg, án silikon díoxíðs og án allra aukaefna. Einstaka kryddblöndur innihalda salt en þá yfirleitt í litlu magni og þá alltaf sjávarsalt, annars er kryddið án salts.

Öll kryddlína Kryddhússins er Vegan, án allra aukaefna, án MSG, án glúteins, án silikon díoxíðs og yfirleitt án salts nema í einstaka kryddblöndu og þá er það einungis sjávarsalt.

 

Umbúðirnar okkar og umhverfið

Á vormánuðum árið 2023 skiptum við yfir í umhverfisvænni umbúðir úr pappa og filmu enda umbúðamál alltaf verið okkur hugleikin og það að starfa í eins mikilli sátt við umhverfið og kostur er hverju sinni.

Þessar nýju umbúðir skilja eftir sig mun færri kolefnispor en áður.  Þær eru léttar í flutningum, framleiddar á Íslandi af Prentmet, umhverfisvænni og svansvottaðri prentstofu sem knúin er hreinni orku. Pappinn sem við notum í öskjurnar er umhverfisvottaður og kemur frá nytjaskógum á norðurlöndunum. Litirnir sem notaðir eru í prentunina á pappaöskjunni eru unnir úr jurtaolíum og því vistvænni en ella.  

 

 Léttari umbúðir = færri kolefnisspor = hreinna umhverfi

Pappaöskjurnar eru framleiddar hér heima og filman sem við pökkum kryddinu í og er inn í pappaöskjunni kemur í rúllum til landsins. Rúllan tekur lítið pláss í flutningum en úr einni rúllu fást þúsundir poka. Nýju umbúðirnar okkar eru léttar og þægilegar í flutningum sem skilar sér í þeim mun færri kolefnissporum.

 

 Flokkum og setjum í endurvinnslu!

Við flokkum allt sorp sem fer frá fyrirtækinu okkar sem og heimili og við viljum hvetja þig til að gera slíkt hið sama. Það er auðvelt að flokka umbúðirnar okkar en pappinn fer í pappatunnu sem er fyrir utan öll eða vel flest heimili og filman flokkast með plasti.

Hafa samband

Hafðu samband og við munum gera okkar besta til að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er!

7 + 13 =

Heimilisfang

Flatahraun 5b, 220 Hafnarfjörður

Sími

777 0027

add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );