Það er svo gaman að setja krydd í soðvatnið þegar egg eru soðin til að þau taki á sig fallegan, náttúrulegan lit! Hér notumst við við túrmerik og hibiscus en hvoru tveggja fæst í vefverslun okkar. Þessi egg sóma sér vel á t.d. morgunverðarborðinu í kringum páskana.
Uppskrift og aðferð:
3 tsk túrmerik (ef notast er við hibiscus þá setja 1-2 msk)
2 msk edik (glært)
1 kúfuð tsk salt
egg
Hellið vatni í pott þannig að það hylja eggin aðeins. Hrærið 3 tsk af túrmerik (eða 1-2 msk hibiscus), 2 msk edik (glært) og 1 tsk af salti út í vatnið og hrærið vel saman. Setjið svo eggin varlega út í og sjóðið í 10 mín eða eftir smekk. Eftir suðu eru eggin tekin varlega upp úr vatninu með skeið og sett í skál. Hellið litaða vökvanum yfir eggin og látið þau kólna/standa í vatninu þar til þið fáið þann lit sem ykkur finnst fallegur. Ég lét mín liggja í u.þ.b. 2 klst og fékk þannig sterka liti. Hér er að sjálfsögðu tilvalið að leika sér með mismunandi krydd eins og t.d. papriku, negul o.f.l. sem eru litsterk frá náttúrunnar hendi.