Það er svo gaman að setja krydd í soðvatnið þegar egg eru soðin til að þau taki á sig fallegan, náttúrulegan lit! Hér notumst við við túrmerik og hibiscus en hvoru tveggja fæst í vefverslun okkar. Þessi egg sóma sér vel á t.d. morgunverðarborðinu í kringum páskana.

Túrmerik og hibiscus eru tilvalin í að lita mat og drykki á náttúrulegann hátt. Hvorutveggja eru falleg á litinn og gefa frá sér djúpa, fallega tóna. Ef maður vill mildari liti þá notar maður minna magn en segir hér í uppskriftinni og lætur þau ekki liggja í kryddaða leginum eftir suðu eða í það minnsta í styttri tíma.

Uppskrift og aðferð:

3 tsk túrmerik (ef notast er við hibiscus þá setja 1-2 msk)

2 msk edik (glært)

1 kúfuð tsk salt

egg

Hellið vatni í pott þannig að það hylja eggin aðeins. Hrærið 3 tsk af túrmerik (eða 1-2 msk hibiscus), 2 msk edik (glært) og 1 tsk af salti út í vatnið og hrærið vel saman. Setjið svo eggin varlega út í og sjóðið í 10 mín eða eftir smekk. Eftir suðu eru eggin tekin varlega upp úr vatninu með skeið og sett í skál. Hellið litaða vökvanum yfir eggin og látið þau kólna/standa í vatninu þar til þið fáið þann lit sem ykkur finnst fallegur. Ég lét mín liggja í u.þ.b. 2 klst og fékk þannig sterka liti. Hér er að sjálfsögðu tilvalið að leika sér með mismunandi krydd eins og t.d. papriku, negul o.f.l. sem eru litsterk frá náttúrunnar hendi.

Hbiscus bólgnar út þegar hún blotnar. Það er betra að nota minna en meira og heldur auka við ef maður vill. Til að fá bleikari lit þá þarf ekki að láta eggin standa í litaða leginum eftir suðu eða allt eftir smekk hvers og eins.
Túrmerik er fallegt á litið og gefur fallegan lit og bragð í allan mat.
Hibiscus eru þurrkuð blóm havaírósarinnar.

Það er gaman að leika sér með mismunandi krydd og jurtir eins og t.d. papriku, negul ofl sem eru litsterk frá náttúrunnar hendi. Hér að ofan vorum við með Reykta papriku, túrmerik, Za´atar og hibiscus.
add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );