Þessi pikklaði rauðlaukur passar með öllum mat og einnig sómir hann sér vel sem punt á smurbrauðstertur og því um líkt. Hér er rauðlaukurinn í kryddlegi úr Sumac, hlynsírópi og eplaediki og voila! Úr verður skemmtilegur og öðruvísi meðlætisréttur sem er ekki bara fallegur og bragðgóður heldur líka eins einfaldur og hægt er að hafa það!

Aðferð:

1 rauðlaukur, skorinn mjög þunnt, gott að nota mandolín. Ég sker hann þversum.

2 msk Sumac

1/2 bolli vatn

4 msk eplaedik

2 msk hlynsíróp eða meira ef vill

Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og stráið vel af Sumac yfir hann. Nuddið Sumac vel inn í laukinn. Setjið laukinn í hreina glerkrukku með loki. Hitið vatnið, eplaedikið og hlynsírópið í potti, upp að suðu. Takið af hellunni og látið mesta hitann rjúka úr áður en leginum er hellt yfir laukinn. Ef lögurinn hylur ekki laukinn má taka trésleif og þéppa honum aðeins þannig að allur laukurinn baðist í leginum. Setjið lokið á krukkuna og geymið í ísskáp. Tilbúið að borða eftir u.þ.b. 30 mín.

Pikklaður rauðlaukur geymist vel í lokuðu íláti á svölum stað.
add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );