Ef það er einhvertíma tilefni til að skella í almennilegt ísraelskt grillpartý þá er það þessa dagana meðan Eurovison ævintýrið stendur sem hæst. Hjónin Ólöf Einarsdóttir og Omry Avraham eigendur Kryddhússins slógu upp mikilli veislu um helgina og leyfðu okkur að deila uppskriftunum. Omry er frá Ísrael sem þau hjón segja að sé þekkt fyrir frábæra matarmenningu.
„Það er mikil hefð fyrir grillveislum í Ísrael,“ segir Ólöf. „Fólk grillar mikið út í garði og ekki er óalgengt að sjá heilu fjölskyldurnar og vinahópana að grilla í almenningsgörðum í borgunum. Það er mjög dæmigert að sitja úti í garði allt kvöldið og borða grillmat. Grillið logar og það er endalaust verið að setja meira kjöt og margar tegundir af því, á grillið ásamt grænmeti. Allt sett á langborð ásamt helling af meðlæti, hummus, tahini, brauði, salötum og fleira góðgæti.“
Grillveisla fyrir 6-8 manns
Steik (Entrecote) á teini með Chimmichurry grillsósu:
Steikinskorin í rúmlega munnstóra bita. Blandið 2-3tskaf Steikarkryddi frá Kryddhúsinu í 1-2msk af ólífuolíu og nuddið á kjötið. (Við vorum með 500 gr af kjöti) Þræðið upp á grillspjót og geymið í kæli í a.m.k. 2 klst. Saltið og piprið áður en spjótin eru sett á heitt grill.
Chimmichurrygrillsósa:
1 hluti af Chimmichurry kryddblöndu Kryddhússins á móti 3-4 hlutum af ólífuolíu. ½ tskvinegear og aðeins salt til að skerpa bragðið. Hrærið allt saman og látið standa í a.m.k. 20 mín. áður en borið fram. Þessi grillsósa geymist vel í lokuðu íláti inn í kæli.
Miðausturlanda kjúklingur á spjóti:
- 1 bakki úrbeinuðkjúklingalæri
- 2 tsk Miðausturlandakjúklingakrydd frá Kryddhúsinu blandað saman við
- u.þ.b. 1 msk. ólífuolía
Skerið lærin í 3-4 bita hvert og pennslið kryddinu á. Þræðið upp á grillspjót. Geymið í kæli í a.m.k. 2 klst.
Saltið og piprið áður en spjótin eru sett á heitt grill.
Miðausturlanda Kebab:
- 500 gr nautahakk
- 1 stk laukur fíntskorinn
- 2-3 tsk. Ras el Hanut Kryddhússins
- 1 tsk mynta, þurrkuð frá Kryddhúsinu
- lúkufylli af fíntskorinni steinselju
- salt og pipar
- aðeins af ólífuolíu
Allt blandað saman í skál og látið hvíla inn í kæli í a.m.k. 30 mín áður en sporöskjulaga bollur eru mótaðar utan um grillspjót. Grillað á heitu grilli.
Grillsalat:
- 3 tómatar
- 1 rauð paprika
- 1 ferskt chili
- 1 laukur
- 1-2 hvítlauksgeirar
- ólífuolía, salt og pipar.
Allt heilgrillað með hýðinu á. Grillið vel á öllum hliðum. Þegar þetta er tilbúið takið þá hýðið af grænmetinu, (kjarnhreinsið paprikuna) og skerið allt fínt. Setjið í skál og dreypið af ólífuolíu saman við, saltið og piprið.
Grillaðar Za´atarlefsur:
- 5 dl hveiti
- 2.5 dl AB mjólk
- 1 msk. sýróp
- ½ tsk. hjartarsalt
- aðeins salt
Allt sett í skál og blandað vel saman. Mótið 6-8 stk., 1 cm þykkar “lummur”
úr deiginu. Grillið á heitu grilli í u.þ.b. 4 mín á hvorri hlið.
- 2 msk. Za´atar kryddblanda Kryddhússins blandað saman við
- u.þ.b. 2-4 msk. af ólífuolíu og pennslað á lefsurnar þegar þær eru tilbúnar.
Kryddað ofnbakað blómkál:
1 stór (eða 2 litlir) blómkálshaus settur á hvolfi í pott með sjóðandi heitu vatni og soðið í a.m.k. 8 mín (fer eftri stærð blómkálsins). Takið úr vatninu eftir suðu og látið standa þannig að vatnið leki vel af því.
Á meðan blandið saman:
- 2-3 tsk. Hawayij kryddblöndu Kryddhússins
- 1 msk. hunang
- salt
- u.þ.b. 4 msk. ólífuolíu.
Allt blandað vel saman og pennslað yfir blómkálið. Sett í 180 gráða heitan ofn í 30 mín eða þar til gyllt og stökkt.
Hummus með Tahini og Harissu:
- 1 dós hummus
- u.þ.b. 2 msk. af Tahini (sesam smjör)
- sítrónusafi og salt
- ólífuolía
Hrærið Tahinið út með vatni. Byrjið á að setja aðeins af vatni og hrærið það saman við og smá bætið við vatni þar til þið hafið náð þeirri þykkt eða áferð sem þið kjósið. Þetta tekur smá tíma. Kreistið safa úr sítrónu út í og blandið vel saman við. Saltið aðeins og smakkið til, og bætið við sítrónusafa og eða salti ef þarf.
Harissumauk:
1 msk Marokkósk Harissa kryddblanda Kryddhússins
hrært saman við u.þ.b. 3-4 msk ólífuolíu.
Setjið Hummus á disk og gerið “holu” í hann með bakinu á skeið. Hellið Tahini sósunni í “holuna”, Harissumaukinu og dreypið ólífuolíu yfir allt saman.
Skalotlaukur með Sumac:
Afhýðiðskallotlauk og skerið hann þversum, í sneiðar. Setjið í skál og stráið vel af Sumac kryddi frá Kryddhúsinu yfir og dreypið aðeins af ólífuolíu yfir.
Sætar kartöflur:
Skerið sætar kartöflur í báta og pakkið þeim, hverjum og einum inn í álpappír. Setjið á heitt grill og grillið þar til mjúkar og tilbúnar. Takið úr álpappírnum og dreyipið ólífuolíu yfir ásamt salti og pipar.
Grænt salat með appelsínu og myntu dressingu:
- Safi úr ½ appelsínu
- 2 msk. hunang
- 1 tsk. mynta, þurrkuð, frá Kryddhúsinu
- a.m.k. ½ dl ólífuolía
- salt eftir smekk
Allt hrært vel saman og látið standa í a.m.k. 20 mín til að bragðið taki sig. Hellið yfir grænt salat að eigin vali, rétt áður en borið fram.
Heimatilbúið myntu-Límonaði (LemonNana)
- Safi úr 3-4 sítrónum
- sykurvatn, magn fer eftir hve sætt þið viljið hafa límonaðið
- lúkufylli af ferskum myntulaufum
- ísmolar og sítrónubátar ef vill
Sykurvatn: sjóðið niður 1 glas af sykri á móti 1 glasi af vatni. Sykurvatn geymist vel í lokuðu íláti inni í ísskáp.
Kreistið safann úr sítrónunum. Setjið í vatnskönnu ásamt ferskri myntunni og sykurvatninu. Fyllið könnuna af ísköldu vatni og setjið ísmola og sítrónubáta út í ef vill.