Ef það er ein­hver­tíma til­efni til að skella í al­menni­legt ísra­elskt grillpartý þá er það þessa dag­ana meðan Eurovi­son æv­in­týrið stend­ur sem hæst. Hjón­in Ólöf Ein­ars­dótt­ir og Omry Avra­ham eig­end­ur Krydd­húss­ins slógu upp mik­illi veislu um helg­ina og leyfðu okk­ur að deila upp­skrift­un­um. Omry er frá Ísra­el sem þau hjón segja að sé þekkt fyr­ir frá­bæra mat­ar­menn­ingu.

„Það er mik­il hefð fyr­ir grill­veisl­um í Ísra­el,“ seg­ir Ólöf. „Fólk grill­ar mikið út í garði og ekki er óal­gengt að sjá heilu fjöl­skyld­urn­ar og vina­hóp­ana að grilla í al­menn­ings­görðum í borg­un­um. Það er mjög dæmi­gert að sitja úti í garði allt kvöldið og borða grill­mat. Grillið log­ar og það er enda­laust verið að setja meira kjöt og marg­ar teg­und­ir af því, á grillið ásamt græn­meti. Allt sett á lang­borð ásamt hell­ing af meðlæti, humm­us, tahini, brauði, salöt­um og fleira góðgæti.“

Grillveisla fyr­ir 6-8 manns

Steik (Entrecote) á teini  með Chimmichurry grillsósu: 

Steik­inskor­in í rúm­lega munn­stóra bita. Blandið 2-3tskaf Steik­ar­kryddi  frá Krydd­hús­inu í 1-2msk af ólífu­olíu og nuddið á kjötið.  (Við vor­um með 500 gr af kjöti) Þræðið upp á grill­spjót og geymið í kæli í a.m.k. 2 klst. Saltið og piprið áður en spjót­in eru sett á heitt grill. 

Chimmichurrygrillsósa: 

1 hluti af Chimmichurry krydd­blöndu Krydd­húss­ins á móti 3-4 hlut­um af ólífu­olíu. ½ tskvine­ge­ar og aðeins salt til að skerpa bragðið. Hrærið allt sam­an og látið standa í a.m.k. 20 mín. áður en borið fram. Þessi grillsósa geym­ist vel í lokuðu íláti inn í kæli. 

Miðaust­ur­landa kjúk­ling­ur á spjóti: 

  • 1 bakki úr­beinuðkjúk­lingalæri 
  • 2 tsk Miðaust­ur­landakjúk­lingakrydd frá Krydd­hús­inu blandað sam­an við 
  • u.þ.b. 1 msk. ólífu­olía 

Skerið lær­in í 3-4 bita hvert og pennslið krydd­inu á. Þræðið upp á grill­spjót. Geymið í kæli í a.m.k. 2 klst.  

Saltið og piprið áður en spjót­in eru sett á heitt grill. 

Miðaust­ur­landa Kebab: 

  • 500 gr nauta­hakk 
  • 1 stk lauk­ur fín­t­skor­inn 
  • 2-3 tsk. Ras el Hanut Krydd­húss­ins 
  • 1 tsk mynta, þurrkuð frá Krydd­hús­inu 
  • lúku­fylli af fín­t­skor­inni stein­selju  
  • salt og pip­ar 
  • aðeins af ólífu­olíu 

Allt blandað sam­an í skál og látið hvíla inn í kæli í a.m.k. 30 mín áður en sporöskju­laga boll­ur eru mótaðar utan um grill­spjót. Grillað á heitu grilli. 

Grillsal­at: 

  • 3 tóm­at­ar 
  • 1 rauð paprika   
  • 1 ferskt chili 
  • 1 lauk­ur 
  • 1-2 hvít­lauks­geir­ar 
  • ólífu­olía, salt og pip­ar. 

Allt heil­grillað með hýðinu á. Grillið vel á öll­um hliðum. Þegar þetta er til­búið takið þá hýðið af græn­met­inu, (kjarn­hreinsið paprik­una) og skerið allt fínt.  Setjið í skál og dreypið af ólífu­olíu sam­an við, saltið og piprið. 

Grillaðar Za´atarlefsur: 

  • 5 dl hveiti 
  • 2.5 dl AB mjólk  
  • 1 msk. sýróp 
  • ½ tsk. hjart­ar­salt 
  • aðeins salt

Allt sett í skál og blandað vel sam­an. Mótið 6-8 stk., 1 cm þykk­ar “lumm­ur” 

úr deig­inu. Grillið á heitu grilli í u.þ.b. 4 mín á hvorri hlið. 

  • 2 msk. Za´atar krydd­blanda Krydd­húss­ins blandað sam­an við  
  • u.þ.b. 2-4 msk. af ólífu­olíu og pennslað á lefs­urn­ar þegar þær eru til­bún­ar. 

Kryddað ofn­bakað blóm­kál: 

1 stór (eða 2 litlir) blóm­káls­haus settur á hvolfi í pott með sjóðandi heitu vatni og soðið í a.m.k. 8 mín (fer eftri stærð blóm­káls­ins). Takið úr vatn­inu eft­ir suðu og látið standa þannig að vatnið leki vel af því.  

Á meðan blandið sam­an: 

  • 2-3 tsk. Hawayij krydd­blöndu Krydd­húss­ins 
  • 1 msk. hun­ang 
  • salt  
  • u.þ.b. 4 msk. ólífu­olíu. 

Allt blandað vel sam­an og pennslað yfir blóm­kálið. Sett í 180 gráða heit­an ofn í 30 mín eða þar til gyllt og stökkt.  

Humm­us með Tahini og Harissu: 

  • 1 dós humm­us  
  • u.þ.b. 2 msk. af Tahini (ses­am smjör) 
  • sítr­ónusafi og salt 
  • ólífu­olía

Hrærið Tahinið út með vatni. Byrjið á að setja aðeins af vatni og hrærið það sam­an við og smá bætið við vatni þar til þið hafið náð þeirri þykkt eða áferð sem þið kjósið. Þetta tek­ur smá tíma. Kreistið safa úr sítr­ónu út í og blandið vel sam­an við. Saltið aðeins og smakkið til, og bætið við sítr­ónusafa og eða salti ef þarf.

Haris­sum­auk: 

1 msk Mar­okkósk Harissa krydd­blanda Krydd­húss­ins 

hrært sam­an við u.þ.b. 3-4 msk ólífu­olíu. 

Setjið Humm­us á disk og gerið “holu” í hann með bak­inu á skeið. Hellið Tahini sósunni í “hol­una”, Harissumauk­inu og dreypið ólífu­olíu yfir allt sam­an. 

Skalotlauk­ur með Sumac: 

Afhýðiðskallotlauk og skerið hann þvers­um, í sneiðar. Setjið í skál og stráið vel af Sumac kryddi frá Krydd­hús­inu yfir og dreypið aðeins af ólífu­olíu yfir. 

Sæt­ar kart­öfl­ur: 

Skerið sæt­ar kart­öfl­ur í báta og pakkið þeim, hverj­um og ein­um inn í álp­app­ír. Setjið á heitt grill og grillið þar til mjúk­ar og til­bún­ar. Takið úr álp­app­írn­um og dreyipið ólífu­olíu yfir ásamt salti og pip­ar. 

Grænt sal­at með app­el­sínu og myntu dress­ingu: 

  • Safi úr ½ app­el­sínu 
  • 2 msk. hun­ang 
  • 1 tsk. mynta, þurrkuð, frá Krydd­hús­inu 
  • a.m.k. ½ dl ólífu­olía 
  • salt eft­ir smekk

Allt hrært vel sam­an og látið standa í a.m.k. 20 mín til að bragðið taki sig. Hellið yfir grænt salat að eig­in vali, rétt áður en borið fram. 

Heima­til­búið myntu-Lím­onaði (LemonNana) 

  • Safi úr 3-4 sítr­ón­um 
  • syk­ur­vatn, magn fer eft­ir hve sætt þið viljið hafa lím­onaðið 
  • lúku­fylli af fersk­um myntu­lauf­um  
  • ís­mol­ar og sítr­ónu­bát­ar ef vill

Syk­ur­vatn: sjóðið niður 1 glas af sykri á móti 1 glasi af vatni. Syk­ur­vatn geym­ist vel í lokuðu íláti inni í ís­skáp. 

Kreistið saf­ann úr sítr­ón­un­um. Setjið í vatnskönnu ásamt ferskri mynt­unni og syk­ur­vatn­inu. Fyllið könn­una af ís­köldu vatni og setjið ís­mola og sítr­ónu­báta út í ef vill. 

add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );