Tælenska karrýblandan okkar er ljúffeng á fisk sem og á kjúkling. Þessi réttur er í senn auðveldur, næringarríkur og ljúffengur.

Uppskrift fyrir 3-4:

3 kjúklingabringur

1/2 lauk, smátt skorinn

u.þ.b. 2 cm engiferrót (afhýdd og skorin smátt)

1 hvítlauksgeiri, afhýddur og skorinn smátt

70 gr tómatpúrra

2-3 msk Tælenska karrýblanda (og meira til að krydda kjúklinginn)

1 dós kókosmjólk

salt og pipar

lúkufylli af fersku kóríander til að strá yfir í lokin

kasjúhnetur þurrristaðar á pönnu og stráð yfir í lokin

Fyrir þá sem vilja sterkan mat er gott að setja aðeins af t.d. Harissu marokkósku chiliblöndunni eða Chili útí.

Aðferð: Steikið laukinn á pönnu þar til hann er orðinn mjúkur og gullinn. Gott að setja aðeins sætu, eins 1 msk sykur/hunang á pönnuna með lauknum (þá brennur laukurinn síður og sætan vinnur á móti sýrunni í tómatpúrrunni sem kemur á eftir). Bætið engiferrótinni og hvítlauknum út í og kryddið vel með Tælensku karrýblöndunni. Hellið kókosmjólkinni út í. Saltið og piprið eftir smekk (og bætið við Harissa/chili ef vill). Látið sósuna malla og þykkjast í 7-10 mín. Á meðan skerið kjúklingabringurnar í munnstóra bita og kryddið með Tælensku karrýblöndunni og dreypið aðeins af olíu yfir. Steikjið kjúklinginn á heitri pönnu báðum megin í 1-2 mín. Setjið að lokum kjúklinginn út í heita sósuna og látið allt malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Borið fram með þurrristuðum kasjúhnetum og grjónum sem soðin eru með Karrý kryddblöndu Kryddhússins fyrir grjón og kornmeti. Það er alltaf gott að borða brauð með svona rétti. Við notum gjarna tortilla kökur sem við hitum aðeins á heitri hellu.

Þurrristaðar kasjúhnetur:

Saxið aðeins, eins og lúkufyllli af kasjúhnetum. Þurrristið þær á heitri pönnu og gott að hella yfir þær aðeins af Oyster sósu eða soya sósu. Setjið til hliðar.

Krydduð grjón:

3 msk Karrýblanda Kryddhússins (fyrir grjón og kornmeti)

2 bollar grjón

sjávarsalt eða Himalayan (nauðsynlegt þar sem ekki er salt í kryddblöndunni) hér er gott að salta þar til saltbragð finnst af vatninu en grjón þurfa þó nokkuð af salti í suðunni og það dregur einnig fram bragðið af kryddinu.

Aðferð: Hitið pott, hellið aðeins af olíu út í heitann pottinn og því næst grjónunum og kryddblöndunni. Hitið aðeins í gegn og hrærið stöðugt í þannig að ekki brenni við. Hellið 3 bollum af heitu vatni út í og saltið. Lækkið hitann á minnsta straum og sjóðið undir loki í 17 mín.

add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );