Chimmichurri Argentísk kryddblanda 25gr

552 kr.

Innihald: Paprika, rauður belgpipar, hvítlaukur, cumin, tómatar, sumac, steinselja, sjávarsalt, kóríander, oreganó.

Í Argentínu og reyndar Uruguay (Úrúgvæ) er Chimmichurry ómissandi með nautakjötinu. Það er klassískt að bera fram nautasteik með bakaðri kartöflu og Chimmichurry! Argentíubúar gera gjarnan sitt Chimmichurry úr ferskum jurtum en hér á landi eru þær ekki alltaf fáanlegar og svo eru þær frekar dýrar. Þess vegna er þessi kryddblanda algjör snilld að eiga og blanda í Chimmichurry grillsósu með stuttum fyrirvara. Best er þó að sósan fái að hvíla í einhvern tíma áður en hún er borin fram. Ég hef það eftir argentínubúa að þar í landi blandi fólk helming af ediki á móti ólíunni og svo ferskar kryddjurtir og láti allt hvíla í einhverjar vikur til að sósan taki sig. Mér finnst ekki gott að nota svo mikið edik og kýs að setja mun minna af því og sítrlónusafa á móti og það kemur mjög vel út en auðvitað getur hver og einn þróað sitt Chimmichurry eftir sínum smekk og þá er gott að eiga Chimmichurry kryddblönduna sem grunn.

Aðferð: Hrærið saman 1 hluta Chimmichurry kryddblöndu á móti 4 hlutum af ólífuolíu (þessari grænu, góðu), u.þ.b. 1 tsk af sítrónusafa og u.þ.b. 1 tsk af  rauðvínsediki og aðeins af salti. Það er gott að gott ef maður á ferskar kryddjurtir að taka eins og lúkufylli af kóríander og steinselju, saxa frekar smátt og setja útí. Látið hvíla í a.m.k. klst til að kryddið og jurtirnar nái að blotna og taka sig. Dásamlegt og mein hollt meðlæti með öllu kjöti, grillmat og brauðmeti. Chimmichurry geymist vel í lokuðu íláti á köldum stað.

Kryddið er Vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án sílikon díoxíðs.

add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );