Nigella fræ 55gr

518 kr.

Innihald: nigella fræ.

Nigella fræ eru einnig kölluð „svört laukfræ“ eða „black onion seeds“. Þau gefa svolítið beiskt laukbragð, eru mjög falleg og bragðgóð.

Bragðið minnir helst á ristaðan lauk. Fræin eru þurrristuð á pönnu í indverskri matargerð og notuð á flatkökur eins og Naan. Þau fara einkar vel með kartöflum og rótargrænmeti. Þau eru einnig eitt af lykilinnihaldi bengalísku kryddblöndunnar “panch poran”. Falleg fræ á t.d. brauð, súrsað grænmeti, í sultur (chutneys), kryddlegi og dressingar.

Kryddið er Vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án sílikon díoxíðs, án salts.