Viðburðir

Kynningarkvöld

Í verslun okkar bjóðum við upp á notalega kvöldstund fyrir 10-16 manna hópa. Við kynnum framandi krydd og erum með sýnikennslu í einfaldri en ljúffengri matreiðslu. Þar er einföldu hráefni breytt í gómsætt hollmeti með því að nota gæða krydd, jurtir, ávexti, fræ og hnetur frá náttúrunnar hendi.

Einnig er í boði ýmislegt smakk og allir geta að lokum verslað að vild, með 10% afslætti.

Kynningarkvöldin eru fræðandi en umfram allt skemmtileg afþreying. Tilvalin fyrir saumaklúbba, matarklúbba, starfsmannahópa osfrv.

Aðgangur er kr 1.500 per mann.