Baharat (Seven spices)

Innihald: Allrahanda, kardamommur, kanill, engifer, negulnaglar, svartur pipar, múskat.

Arabísk kryddblanda. Þessi kryddblanda er náttúrulega sæt og bragðgóð og tilvalin til að bragðbæta hverskonar kjöt- og baunarétti. Ljúffeng í alskyns pottrétti og í bakstur.

Chimichurri

Innihald: Paprika, rauður belgpipar, hvítlaukur, cumin, tómatar, sumac, steinselja, sjávarsalt, kóríander, oreganó.

Argentínubúar eru þekktir fyrir nautakjötið sitt og Chimichurri. Þeir bera þetta tvennt gjarnan fram saman. Chimichurri er argentísk kryddblanda sem sett er út í ólífuolíu. Látið olíuna flæða yfir blönduna og kreistið sítrónu (eða bætið vínediki út í í staðinn fyrir sítrónuna) og bætið svolitlu salti saman við. Látið blönduna standa í ca 20 mín til að bragðið komi fram til fullnustu. Frábærlega ljúffeng sem meðlæti með t.d. kjöti, grænmeti og brauði.

Kínversk kryddblanda (5 chinese spice)

Innihald: fennelfræ, kanill, anísfræ, negulnaglar, anísstjarna.

Þessi gómsæta kryddblanda er undirstaðan í kínverskri matseld. Hún er keimlík Bahrat (arabísku kryddblöndunni) sem er reyndar svolítið sætari á bragðið. Hentar vel í alla kínverska matargerð, s.s. á önd, á svínakjöt og í hvers konar grænmetis- og baunarétti.

Galíleu kryddblanda

Innihald: cumin, svartur pipar, hvítur pipar, túrmerik. 

Arabísk kryddblanda sem er ljúffeng í pottrétti og hverskonar kjöt- sem og baunarétti.

Hawayij

Innihald: túrmerik, cumin, kóríander, svartur pipar, hvítlaukur, kardemommur, negull. 

Jemenísk kryddblanda sem hentar einkar vel í hvers konar súpur. Þessi blanda er einnig notuð í pottrétti, karrýrétti, hrísgrjóna- og grænmetisrétti svo eitthvað sé nefnt. Mikið notað í ísraelskri matargerð.

Herb de Provence

Innihald: timían, oreganó, fennelfræ, basilika, rósmarín, lofnarblóm (lavender), salvía.

Frönsk kryddblanda sem er fyrst og fremst notuð sem grillkrydd, frábær á kjöt, fisk, grænmeti og  ofnbakaðan kjúkling. Einnig er þessi kryddblanda gómsæt út á salatið í vínedikdressingu eða bara að setja hana saman við olífuolíu og borða hana sem ídýfukryddblöndu með fersku brauði eða saltkexi.

Indversk karrýblanda

Innihald: túrmerik, kóríander, cumin, fenugreek, kanill, svartur pipar, sinnepsfræ brún, engifer, kardemommur, negulnagla. 

Indversk kryddblanda þar sem túrmerik er ráðandi ásamt papriku, cumin ásamt fleiri ljúffengum kryddum.

Ítalskt krydd

Innihald: basilika, oreganó, kóríander, timían, marjoram, rósmarín, rósapipar.

Frábær kryddblanda hvort sem er á pizzuna, grillað grænmeti eða í hvers konar Miðjarðarhafsmatargerð.

Marókkóskt fiskikrydd, Chraime  

Innihald: paprika, hvítlaukur, cumin, kóríander, túrmerik, laukur, sumac, tómatar,  chili, sykur, salt.

Frábær kryddblanda í fiskirétti. Svitið lauk á pönnu, hellið tómötum í dós út á pönnuna ásamt tómatpúrru og kryddið með Chraime kryddblöndunni eftir smekk. Látið fiskinn í bitum út í sósuna og látið hann sjóðast í örfáar mín. Gott að bæta ferskum kóríander og/eða steinselju út í. Borið fram með t.d. hrísgrjónum eða kínóa og fersku salati.

Berbere eþíópískt

Innihald: kóríanderfræ, túrmerik, kanill, allrahanda, svartur pipar, kardemommur, fenugreek, chili, salt.

Baharat Líbanon

Innihald: múskat, persnesk sítróna, cumin, negull, paprika, svartur pipar, kanill, kóríanderfræ, kardemommur. 

Taco kryddblanda

Innihald: þurrkað grænmeti, kakóbaunir, persnesk sítróna, hvítlaukur, paprika, chili, salt.

Harissa (Marokkósk chili blanda)

Innihald: Paprika, cayenna pipar, sjávarsalt, cumin, svartur pipar, hvítlaukur. 

Klassísk marokkósk Chiliblanda. Gefur dýpt og hita í allan mat. Tilvalið að krydda beint í réttinn eða að útbúa Harissamauk með því að blanda kryddinu saman við ólífuolíu þar til ákjósanlegri áferð er náð. Það má svo nota til að bragðbæta allan mat eða að strá yfir t.d. hummus áður en hann er borinn fram.

Kryddið er Vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án sílikon díoxíðs.

Ras el Hanut

Innihald: kanill, túrmerik, kóríander, cumin, mace, engifer, paprika, svartur pipar, allrahanda, galangal, kardemommur, negulnaglar, múskat, lofnarblóm (lavender), lárviðarlauf.

Kryddblanda ættuð frá Norður-Afríku sem gegnir svipuðu hlutverki í norður-afrískri matargerð eins og Garam Masala gerir í indverskri matargerð. Nafnið Ras el Hanut þýðir “head of the shop” á arabísku, sem gæti kannski útlagst sem “díva kryddsins” á okkar ástkæra, ylhýra. Gómsæt kryddblanda í hvers konar mat, s.s. marineringu á kjöt og/eða fisk, til að bragðbæta kúskús og/eða hrísgrjón.  Frábær í kjötbollur.

Krydd fyrir ofnbakað grænmeti

Innihald: hvítlaukur, timían, salt, basilika, svartur pipar.

Frábær á ofnbakað rótargrænmeti. Veltið rótargrænmetinu upp úr svolítilli olíu og kryddblöndunni, saltið rétt áður en sett er í ofninn.

Sætkartöflukrydd

Innihald: gulrætur, belgpipar, sellerí, rauðrófa þurrkuð og möluð, laukur, rósmarín, hvítlaukur, cumin, svartur pipar, galangal, lárviðarlauf, múskat, salt. 

Bragðbætið ofnbakaðar sætar kartöflur og rótargrænmeti með þessari blöndu. Veltið grænmetinu upp úr olíu og kryddblöndunni og saltið rétt áður en sett inn í ofn.

Kryddblanda fyrir kartöflur og rótargrænmeti

Innihald: hvítlaukur, rósmarín, svartur pipar, sólblómaolía, sjávarsalt. 

Ljúffeng með ofnbökuðum kartöflum og hvers konar ofnbökuðu rótargrænmeti.

Shaksuka ættuð frá Túnis

Innihald: laukur, rauður belgpipar, grænn belgpipar, paprika, rauðlaukur, hvítlaukur, cumin, tómatar, steinselja, svartur pipar, kóríander, graslaukur, sólblómaolía, repjuolía.  

Ljúffeng Miðjarðarhafskryddblanda. Gerið sósu úr tómötum, lauk (og paprikum ef vill), bragðbætið með shaksuka, salti, pipar og chili (ef vill) og bætið ferskum jurtum út í. Brjótið fersk egg út í sem soðna svo aðeins í blöndunni. Berið fram heitt með fersku brauði. 

Tælensk karrýblanda

Innihald: kóríander, papríka, hvítlaukur, galangal, túrmerik, persnesk sítróna, shatta chili, límónulauf, grænn pipar.

Ljúffeng í tælenska matargerð, á kjúkling, fisk og sjávarfang.

Za´atar

Innihald: hyssop, sumac, sesamfræ, millet, ólífuolía.

Þessi kryddblanda er mjög algeng í Miðausturlöndum og m.a. stráð út á hummus og borðuð með brauði sem meðlæti með hvers konar mat. Blandið saman við olífuolíu og látið olíuna fljóta yfir blönduna. Látið hana standa aðeins til að bragðið taki sig. Einnig mjög frískandi að setja blönduna í gríska jógúrt og borða sem ídýfu með t.d. brauði og/eða kexi.

add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );