Fjölskyldu fyrirtæki

síðan 2015

 

Um okkur

Kryddhúsið er fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 2015 af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham. Omry er alinn upp við ríka kryddhefð matarmenningu miðausturlanda. Hann er frá Ísrael og á ættir að rekja til Marokkó og Íraks. Ólöf er menntuð í náttúrulækningum og hennar nálgun er næringargildi kryddsins og eiginleikar ásamt góðu bragði. Í Kryddhúsinu sameinast bakgrunnur þeirra beggja ásamt ástríðu fyrir góðum og næringarríkum mat.

Starfsemin

Kryddhúsið hóf starfsemi sína í Þverholti 7, Reykjavík sem lítil en metnaðarfull kryddverslun “Krydd & Tehúsið” sem bauð upp á rúmlega hundrað og fjörutíu tegundir af kryddi og tei frá hinum ýmsu heimshornum ásamt grískri sælkeravöru. Árið 2018 flutti starfsemin í Flatahraun, Hafnarfirði með tilheyrandi breytingum. Úr varð að vörumerkið Krydd og Tehúsið varð Kryddhúsið og öll áhersla lögð á krydd. Takmarkið var að varan fengist í matvöruverslunum um allt land. Nú árið 2023 fæst Kryddhús kryddið í helstu matvöruverlsunum á Íslandi.

Hafa samband

Hafðu samband og við munum gera okkar besta til að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er!

12 + 10 =

Heimilisfang

Flatahraun 5b, 220 Hafnarfjörður

Sími

777 0027

add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );