Um okkur

Krydd og tehúsið

Krydd & Tehúsið opnaði í október 2015 og er rekið af eigendunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham.

Omry er alinn upp við Miðausturlandamatarmenningu og þar af leiðandi við ríka kryddhefð.

Ólöf er menntuð í náttúrulækningum og þekkir inn á lækningarjurtir og eiginleika þeirra.

Í Krydd & Tehúsinu sameinast bakgrunnur þeirra beggja, ásamt ástríðu fyrir góðum og hollum mat.

Í Krydd og Tehúsinu er boðið upp á ferska, ljúffenga, náttúrulega og aukaefnalausa vöru.

Mikið er lagt upp úr umhverfisvernd en af rúmlega 250 vörutegundum eru yfir 70 í lausavikt eða umbúðalausar.