Gjafapakkningar
Það er auðvelt að ganga frá gjafainnkaupunum fyrir jólin hjá okkur!
Við pökkum inn vörunni, sendum hana á staðinn eða þú sækir til okkar!
Tilvalið fyrir fyrirtæki sem starfsmannagjafir eða fyrir einstaklinga sem vilja gefa gjöf sem hentar öllum.
Varan okkar hentar vel þeim sem eru Vegan og eða grænmetisætur sem og öllum matgæðingum.
Hægt er að velja um 5 mismunandi tilbúnar gjafapakkningar (sjá neðar á síðunni).
Einnig getur þú verslað vörur í vefversluninni sem henta þér og þínum og við pökkum þeim inn fyrir þig, sendum þér eða þú sækir til okkar í Hafnarfjörðinn.
La Chinata sælkeravörur og heimilisilmur
Kryddhúsið flytur inn sælkeravörur ásamt einstaklega fallegum ilmkertum og heimilisilm milliliðalaust frá spænska fyrirtækisins La Chinata. Uppistaða La Chinata varanna er jómfrúar ólífuolía sem. Vörurnar eru sérvaldar út frá gæðum.
Við völdum La Chinata vörurnar þar sem ástríða fyrir hráefninu, nýsköpun og metnaður ásamt meðvitund fyrir umhverfisvernd og heilsu er í fyrirrúmi hjá þessu rótgróna spænska fyrirtæki sem hefur framleitt hágæða jómfrúar olífuolíu síðan 1932!
Flaggskip La Chinata er hágæða jómfrúar ólífuolían þeirra sem er uppistaðan í öllum þeirra vörum, hvort sem er sælkeravara, ilmkerti og heimilisilmur eða snyrtivörur.
Hér á síðunni getur þú verslað hágæða sælkeravörur La Chinata, ilmkerti og heimilisilm.