Gratineraðar kartöfluskífur!

Fallegt og bragðgott meðlæti úr einföldu hráefni!

Kartöflur eru áhugavert hráefni. Þær eru svo til bragðlausar en geta breyst í lostæti með góðu kryddi og réttri eldun. Þetta kartöflugratín er ekki aðeins bragðgott heldur er það líka svo fallegt að bera fram sem meðlæti með öllum mat.

Gratineraðar kartöfluskífur
u.þ.b. 1.5 kg af miðlungsstórum kartöflum
u.þ.b. 1.5 tsk Rótargrænmetiskrydd Kryddhússins
Salt og pipar
u.þ.b. 100g smjör, brætt
rjómi
salt og pipar
gratínostur eða parmesan ostur
 
Kartöflurnar skornar í þunnar skífur. Hér er gott að nota mandolín. Skolið skífurnar, þerrið og setjið í skál. Bræðið smjörið og hellið yfir. Kryddið þær með Rótargrænmetiskryddi, salti og pipar og nuddið vel á kartöflurnar. Raðið kartöfluskífunum upp á endann í eldfas mót og hellið rjóma yfir þar til hann þekur 1/3 af hæðinni á kartöflunum. Setjið álpappír yfir og eldið í 200C heitum ofni í u.þ.b. 40 mín. Takið þá álpappírinn af og stráið ostinum yfir og eldið í u.þ.b. 20 mín. Til að fá stökkari áferð er stillt á grillið í ofninum og kartöflurnar settar undir það í nokkrar mín í lokin.
Þessi kryddblanda er fræabær á allt rótargrænmeti.
Kryddið kartöflurnar vel með Rótargrænmetiskryddinu og nuddið því vel saman við skífurnar ásamt fitunni…
…saltið vel og piprið…
..og raðið skífunum upp á endann í eldfast mót.
Hellið rjómanum yfir þannig að hann hylji eins og 1/3 af skífunum.
Setjið nóg af osti yfir allt saman áður en mótið er sett í ofninn….ekki gleyma að hylja formið með álpappír.
Gott að taka álpappírinn af undir það síðasta og svo að setja aðeins undir grillið í ofninum í lokin til að fá þessa áferð/eldun á kartöflugratínið.
add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );