Fallegt og bragðgott rótargrænmetissalat með krydduðum pekanhnetum

Þetta matarmikla, heilsusamlega og bragðgóða rótargrænmetissalat má bera fram hvort sem er heitt eða kalt.

Uppskrift:

u.þ.b. 350g rósakál

5-6 scallottulaukar

1 rauðrófa (meðalstór)

salt og pipar

klettasalat eða önnur salatblanda

Fræin úr einu granatepli

Kryddlögur:

1/3 bolli ólífuolía

 ½ appeslína, safi og börkur

2 msk hlynsíróp

½-1 msk balsamic edik

1 tsk rósapipar

salt

Öllu blandað saman.

Ristaðar pekanhnetur sem eru algjörlega ljúffengar:

Það er vel þess virði að gera enn meira af þeim og eiga sem snarl.

100g Pekan hnetur

1 tsk kanill

½ tsk cayenna pipar

½ dl hlynsíróp

Salt á hnífsoddi

Setjið pekanhneturnar í skál og kryddið þær. Hellið sírópinu út í og blandið vel saman. Dreifið úr þeim á ofnskúffu og setjið í 180C heitan ofn í u.þ.b. 12 mín. Gott að hræra í 1-2 sinnum á ristunartímanum. Leggjið til hliðar á meðan restin er undirbúin.

Hitið ofninn í 200C.

Skerið rósakálið til helminga, endilangt. Setjið í sjóðandi vatn og sjóðið í u.þ.b. 3-5 mín. Skolið upp úr köldu vatni og sigtið vatnið vel frá. Afhýðið rauðrófuna og skerið hana í hæfilegar skífur. Afhýðið scalott laukana og skerið endilanga. Setjið allt grænmetið í skál og hellið eins og helmingnum af kryddleginum yfir og blandið vel saman við. Breiðið úr grænmetinu á ofnskúffu. Látið rósakálið snúa með sárið niður. Bakið í u.þ.b. 40-50 mín eða þar til eldað í gegn og stökkt að utan. Gott að snúa grænmetinu við eins og einu sinni eða tvisvar á eldunartímanum.

Setjið ruccola eða annað grænt salat á fat, setjið grænmetið yfir. Hellið restinni af kryddleginum yfir. Saxið pekanhneturnar gróft og stráið þeim ásamt granateplafræunum yfir allt saman.

Dreifið úr pekanhnetunum á ofnplötu og hellið kryddaða hlynsírópinu yfir. Sett í 180 C heitan ofn og ristað u.þ.b, 12 mín. Gott að hræra í eins og 1-2 sinnum á ristunartímanum.
Þessar krydduðu pekanhnetur eru ljúffengar sem snakk og til valið að gera meira og eiga sem slíkt.
Rósapiparinn er dásamlegur í kryddlöginn.
Það er gott að setja rósakálið í sjóðandi vatn og sjóða í nokkrar mínútur áður en það er sett saman við restina af grænmetinu og inn í ofn.
Breiðið úr grænmetinu á ofnskúffu og gott að láta sárið á rósakálinu snúa niður
Snúið grænmetinu eins og einu sinni eða tvisvar sinnum á eldunartímanum til að það eldist jafnt.
Setjið grænmetið á saltatbeð, hellið afganginum að kryddleginum yfir, granateplafræunum og krydduðu pekanhnetunum.
Algjört augnakonfekt! Heilsusamlegt og matarmikið salat sem er gott með öllum mat.
add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );