Hér er heilsusamlegri uppskrift af hinum dásamlega og klassíska „Ris a la mande“ og hún er vegan fyrir þá sem það kjósa. Hér er upplagt að vinna sér í haginn og sjóða perlubyggið og gera eplasírópið, daginn áður og geyma inn í ísskáp. Þeyta svo vegan rjómann og blanda honum saman við perlubyggið næsta dag.

Uppskrift:

2 dl perlubygg

3 dl eplamús

2 dl eplasafi

2-3 dl vatn

1/2 tsk Mace Kryddhússins

Allt sett í pott og soðið í 30 mín. Ekki fara langt frá pottinum heldur fylgjast með suðunni og hrærið í svo að ekki brenni við. Kælið perlubyggið á meðan þið útbúið rest. Mér finnst gott að hafa perlubyggið svolítið hart undir tönn en ef þið viljið það mjúkt þá þarf hugsanlega að setja meiri vökva og sjóða það lengur.

Þegar perlubyggið er soðið lítur það svona út. Gott að kæla það og fínt að gera daginn áður og blanda svo veganrjómanum út í næsta dag og fullklára desertinn.

„Rjóma“ blandan:

¼ L vegan rjómi, þeyttur

2-3 msk hrásykur

¼ bolli heslihnetur, ristaðar og saxaðar smátt

salt á hnífsoddi

Dreifið heilum heslihnetum á ofnskúffu og setjið inn í 180 gráðu heitann ofn og ristið í nokkrar mín. Takið viskustykki og nuddið heslihneturnar með því til að ná hýðinu af. Saxið þær smátt og leggjið til hliðar. Hrærið heslihnetunum, sykri og salti út í þeyttann veganrjómann og blandið honum svo saman við kalt perlubyggið.

Kryddaðar eplaskífur:  

3 dl eplasafi

½ dl vatn

1 dl hrásykur

1 tsk Jólaglöggskryddblanda Kryddhússins

½ epli, kjarnhreinsað og skorið í þunnar skífur

Allt nema eplið sett í pott og soðið saman í síróp. Það tekur 15-20 mín fyrir löginn til að sjóða niður í sýróp. Sigtið kryddið frá og setjið eplaskífurnar út í heitt sírópið. Kælið krydduðu eplaskífurnar og setjið ofan á hverja skál af perlubygg „Ris a la mande“.

Jólaglöggskryddblandan er ljúffeng í síróp sem má nota út á eftirrétti, á ísinn og í kryddlegi.
Eplaskífunurnar eru settar út í heitt sírópið og allt látið kólna.
Eplaskífurnar má gera daginn áður og geyma í lokuðu íláti í ísskáp.
Dásamlegt og heilsusamlegt perlubygg „ris a la mande“ með krydduðum eplaskífum.
add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );