Marokkó er stundum kölluð mekka kryddsins og þar er svo til allur matur kryddaður eða allt frá aðalréttum til meðlætis- og eftirrétta enda Marokkó þekkt fyrir litríka kryddmarkaði og vel kryddaðan, bragðgóðan mat. Þar situr krydd í öndvegi enda skipar krydd höfuðsess í almennri matreiðslu og þá ekki síst í þeirri marokkósku. Með kryddblöndum Kryddhússins Harissunni og Marokkóska fiskikryddinu færðu forsmekkinn af þessu dásamlega bragði sem Marokkó hefur upp á að bjóða. Harissa er klassísk chili-kryddblanda og er mikilvægur grunnur í marókkóskan mat, í alls kyns sósur, marineringar og hvers konar ídýfur. Marokkóska fiskikryddið er ætlað í klassískan fiskrétt sem þú átt eflaust eftir að kynnast í Marokkó!
Við hjónin og eigendur Kryddhússins, eigum það sameiginlegt að þykja gaman að elda og borða næringarríkan og bragðgóðan heimilismat. Omry á rætur að rekja til Marokkó og ólst upp við marokkóskan mat. Uppskriftirnar sem við deilum hér með þér eru típískar fyrir matinn sem við eldum á okkar heimili við góðar undirtektir.
Það er von okkar að þú njótir upplifunarinnar af Marokkó og að hér fáir þú forsmekkinn af því sem koma skal! Með góðum kveðjum, Ólöf og Omry.
Einfalt Harissa mauk: Harissa kryddblandan er sett saman við ólífuolíu í hlutföllunum 1 á móti 4. Annars fer þykkt mauksins eftir smekk hvers og eins. Kryddið bólgnar út þegar það blotnar og hefur legið í olíunni og þ.a.l. þykknar maukið. Þegar það hefur legið í olíunni er gott að þynna maukið með því að bæta við meiri olíu. Maukið má nota til að krydda t.d. lamb og kjúkling. Það er einnig gott sem ídýfa með brauði og ostum, til að setja út á hummus og til að bragðbæta hvers kyns mat.
Marokkóskur fiskiréttur:
Kryddað Kínóa með túrmerik og papriku:
1 bolli kínóa (150 gr)
1 tsk túrmerik
1 tsk paprika
salt
2 bollar vatn
Aðferð: Hitið pott. Hellið aðeins af olíu út í heitann pottinn og því næst kínóað og kryddið. Hitið allt í gegn. Hellið vatninu út í og saltið. Lækkið hitann á minnsta straum og sjóðið undir loki í u.þ.b. 10 mín eða þar til kínóað er orðið mjúkt undir tönn. Gott ráð: það þarf að salta grjón og kornmeti vel og best er að smakka soðvatnið. Þegar þú finnur saltbragð af því þá er búið að salta nóg.
Marokkóskur fiskiréttur:
½ laukur (eða 1 lítill) smátt skorinn
4-5 hvítlauksgeirar (hýðið tekið af og laukurinn skornn gróft)
2 msk Marokkóskt fiskikrydd
½ -1 tsk Marokkósk Harissa (má sleppa ef fólk vill ekki sterkt)
1 dós tómatar
2-3 msk tómat púrra
1-2 msk hunang eða önnur sæta (til að vega á móti sýrunni í tómötunum)
2 tómatar skornir í sneiðar
lúkufylli af ferskri steinselju og eða kóríander
salt og pipar
1 sítróna (safinn úr 1/2 og skerið hinn helminginn í þunnar sneiðar)
olía til að steikja
600-800 gr fiskur (lax/bleikja er mjög góður fiskur í þennan rétt eða langa)
Aðferð:
Mýkjið laukinn á pönnu. Gott að setja sætuna (hunangið) saman við laukinn og svita hann á pönnunni þar til hann er orðinn mjúkur og gullinbrúnn.
Setjið tómatpúrruna út í og Marokkóska fiskikryddið (og Harissu kryddblönduna ef vill) og hrærið í u.þ.b. 3 mín eða þar til myndast aðeins olía á pönnunni úr kryddinu og tómatpúrrunni. Saltið og piprið eftir smekk. Því næst bætið tómötunum (úr dósinni) og hvítlauksgeirunum útí og þynnið sósuna út með eins og ½ – 1 glasi af vatni. Setjið að lokum tómatsneiðarnar útí og látið allt malla í a.m.k. 20 mín eða lengur. Gætið að bæta við vatni ef sósan er of þykk. Skerið fiskinn í hæfilega stóra bita, kreistið sítrónusafa yfir hann (gott að salta aðeins fiskinn). Leggjið fiskibitana í sósuna og fersku kryddjurtirnar, leggjið sítrónusneiðarnar yfir allt saman og látið allt malla í nokkrar mínútur eða þar til fiskurinn er soðinn í gegn.
Borið fram með góðu grænu salati…
Salat dressingin sem er í uppáhaldi:
u.þ.b. ½ dl kaldpressuð ólífuolía
1 tsk balsamic vinegar
1-2 tsk hunang
skvetta af sítrónusafa
salt og pipar
Öllu hrært saman og hellt yfir grænt salat.
uppskrift fyrir 4-6
½ rauð paprika skorin í bita,
3 hvítlauksgeirar skornir smátt eða kramdir
ferskt chili skorið smátt (eða chili duft) að smekk hvers og eins
6-8 tómatar . Gerið kross í tómatana og leggið í heitt vatn í nokkrar mín. Þá er auðvelt að afhýða þá. Tómatarnir því næst skornir í bita.
1 msk Marokkóskt fiskikrydd Kryddhússins
1 tsk Harissa (má sleppa ef þið viljið ekki sterkt)
½ msk cumin malað
½ msk paprika möluð
Saltið vel og piprið eftir smekk
1 msk tómat púrra
½-1 msk hrásykur/hunang
6-8 egg
Lúkufylli af ferskri steinselju
Svitið paprikuna ásamt fersku chili á heitri pönnu með aðeins af olíu í 3-4 mín. Því næst er hvítlauknum bætt út í, passið að brenna hann ekki og þar næst kryddinu bætt saman við. Tómatpúrran hrærð út í og að lokum fersku tómatarnir. Nauðsynlegt að setja sætu t.d. hrásykur/hunang til að vinna á móti sýrunni í tómat púrrunni. Allt látið malla í góða stund og hrært í. Það er gott að setja aðeins af vatni út í sósuna ef hún verður of þykk. Smakkið ykkur til með kryddið ásamt salti, pipar og sætu (hrásykur/hunang). Lækkið hitann og látið malla undir loki í góða stund og bætið vatni út í ef þarf. Þegar sósan er tilbúin til að bera fram brjótið þá eggin varlega út í, eitt í einu og sjóðið þau í sósunni í nokkrar mín. eða þar til þeirri áferð er náð sem óskað er eftir. Gott að hafa þau aðeins linsoðin.
Stráið ferskri steinselju yfir allt saman og berið fram með nýbökuðu brauði.