Tzatziki grísk kryddblanda 25gr
599 kr.
Innihald: Dill, laukur, hvítlaukur, sjávarsalt, graslaukur.
Tzatziki er ættað frá Grikklandi og er kryddið í klassískri kaldri sósu þar í landi, sem er borin fram með öllum mat.
Það er einnig ljúffengt að krydda grænmeti með Tzatziki kryddblöndunni. Marðar soðnar litlar kartöflur (smælki) kryddaðar með Tzatziki sem eru svo steiktar á pönnu í heitu smjöri eða olíu eru lostæti með öllum mat. Einnig er blandan tilvalin til að krydda fisk og allt sjávarfang.
Fyrir kalda sósu: Hrærið 1 tsk af kryddblöndu í 1 dós af sýrðum rjóma eða grískri jógúrt. Látið standa í u.þ.b. 20 mín til að hámarka bragð. Gott með fiski, grillmat, grænmeti og snakkinu.
Kryddið er Vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án sílikon díoxíðs.