
Hitið möndlumjólk (ef lagað er í tvo bolla þá hitið 1 bolla af möndlumjólk)
1 sterkur kaffibolli eða 2-4 espresso
2 tsk möndlusmjör
1 msk hlynsíróp (má sleppa)
u.þ.b. ½ tsk af heimagerðu “Pumpkin spice” kryddblöndunni
2 sjússar af Grand mariner liqueur
Kókosrjómi (Cocos whip)
Gott að þeyta kókosrjómann og hafa hann tilbúinn áður en drykkurinn er blandaður. Hitið möndlumjólkina. Hellið henni því næst í blandara ásamt öllu nema kaffinu og blandið vel saman. Hellið kaffinu í tvö glös/bolla og hellið möndlumjólkinni út í hvort glas fyrir sig. Sprautið kókosrjómanum yfir og sáldrið aðeins af heimagerðu kryddblöndunni yfir allt saman.
Heimagerð “Pumpkin spice” eða dásamleg og náttúrulega sæt kryddblanda:
1 hluti kanill (ég setti 8 msk)
½ hluti Engifer malað (ég setti 4 msk)
¼ hluti Allrahanda malað (ég setti 1 msk)
¼ hluti Múskat hneta, rifin á rifjárni (ég reif í 1 msk)
Allt hrært saman. Geymist vel í lokuðu íláti á svölum stað.