Á dögunum leit dagsins ljós ný lína af sérblönduðum kryddblöndum frá Kryddhúsinu sem hafa vakið athygli fyrir brögð og áferð. Góð krydd gera gæfumunninn þegar eldað er og toppa máltíðina með framandi brögðum sem kitla bragðlaukana. Hjón Ólöf Einarsdóttir og Omry Avraham eiga og reka Kryddhúsið og eiga heiðurinn af þessum hágæða kryddblöndum.

Omry Avraham og Ólöf Einarsdóttir eru samhent hjón og njóta sín í kryddheiminum. Omry er alinn upp við ríka kryddhefð í matarmenningu miðausturland og Ólöf er menntuð í náttúrulækningum og sameinasta því bakgrunnur þeirra beggja í ástríðu fyrir góðum og næringarríkum mat.

„Þeir hjá Hagkaup höfðu samband við okkur síðasta haust og báðu okkur um að sérblanda kryddblöndur fyrir sumarið 2021. Þeir voru með ákveðnar hugmyndir sem við útfærðum í samvinnu við þá og úr urðu þrjár sérblandaðar kryddblöndur sem eru Vegan, án MSG, án aukaefna og með sjávarsalti eins og allt krydd frá Kryddhúsinu“ segir Ólöf.

SPG“ stendur fyrir klassísku blöndunni „salt, pipar og hvítlaukur (garlic)“. Við bættum við möluðum kaffibaunum til að gera blönduna enn áhugaverðari og gefa henni meiri dýpt enda fer kaffibragðið mjög vel með flestum mat. Þessa kryddblanda er hugsuð fyrir nautið og á grænmetið fyrir þá sem það kjósa.

AMB“ er kryddblanda sem er hugsuð fyrir lambið en að sjálfsögðu er hægt að krydda allan mat með henni. Jafnt grænkerar sem og veganistar geta notað hana þar sem hún er Vegan eins og allt krydd undir merkjum Kryddhússins.

Hér blandast saman hefðbundin krydd og jurtir eins hvítlaukur og paprika, timían og oreganó í bland við meira framandi brögð eins og myntu og sumac. Sumac eru ber sem eru þurrkuð og möluð og ekkert annað. Sumac gefur frískandi sítrusbragð sem fer svo vel með myntunni og restinni af kryddinu í þessari blöndu.

RUB“ er hugsuð á kjúkling og grísakjöt og fer reyndar vel með öllum grillmat. Þessi blanda fer t.d. einnig vel á maís eða hvað svo sem manni dettur í hug að skella á grillið. Þarna eru krydd blönduð saman við hrásykur en sykur er eiginlega ómissandi innihald í „rub“.

„Við blöndum alltaf kryddblöndu saman við ólífuolíu og nuddum inn í kjötið eða pennslum á hráefnið áður en það er eldað. Ef þetta er gert í tíma áður en eldunin hefst, fæst meira bragð í matinn og svo er alltaf gaman að nostra svolítið við eldamennskuna. Það er sjávarsalt í öllum þessum kryddblöndum en ekkert að því að salta aðeins meira með góðu salti fyrir þá sem það vilja“ segir Omry.

add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );