Uppskrift af Za´atar hnetublöndu sem er frábær með öllu brauðmeti, einnig ljúffeng til að strá yfir salat:Eins og 2 x lúkufylli af hnetum/möndlum og fræum (ég notaði sólblómafræ og möndlur) sett í matvinnsluvél.
Setjið u.þ.b. 3-4 msk af Za´atar kryddblöndu Kryddhússins saman við. Þessi blanda geymist vel í lokuðu íláti inn í kæli.

Grillaðar glúteinlausar lefsur:

2.5 glas glúteinlaust hveiti 
1 glas AB mjólk

1/2 tsk hjartarsalt

1 msk hunang

aðeins salt

1 tsk Za´atar kryddblanda Kryddhússins

Öllu hrært saman í hrærivél. Ef deigið er of blautt til að móta lummur úr því bætið þá við aðeins af hveitinu. Mótið þunnar lummur og grillið á báðum hliðum á heitu grilli. Best að bera fram strax og dásamlegt að rífa þær og dýfa í góða græna ólífuolíu og svo Za´atar hnetublöndu og njóta þannig sem meðlæti með öllum mat eða einar sér.