Þessi ljúffengi réttur er fastur liður á borðum okkar fjölskyldunnar í Kryddhúsinu! Hann er auðveldur í framkvæmd, klikkar aldrei og öllum finnst hann ljúffengur! Kókið gerir kjötið meyrt og gefur sætu sem fer svo vel með dásamlega kryddinu okkar. Við berum þennan rétt ýmist fram með kartöflum, grjónum eða kínóa og salati enda hellingur af rótargrænmeti í réttinum sjálfum og svo myndast bragðgott soð sem er svo gott að ausa yfir grjónin/kíónóað eða kartöflurnar!
Uppskrift fyrir 4-6 manns
2 bakkar af kjúllingabitum. Við notum kjúklingalæri og leggi
5-6 gulrætur grófskornar
1 laukur grófskorinn
u.þ.b. 1 dl olía
u.þ.b. 1/2 dós Coca Cola
2 msk Cajun kryddblanda
2 msk Gyros grillkrydd
salt og pipar
Aðferð:
Hitið ofninn í 200C. Grófskerið laukinn og gulræturnar (og annað rótargrænmeti ef þið eruð með það) og leggjið til hliðar. Setjið kjúklingabitana í stórt eldfast mót og kryddið þá vel, bætið olíunni og kókinu út í og nuddið vel saman við kjúklinginn. Saltið vel og piprið eftir smekk. Bætið grænmetinu út í og blandið öllu vel saman. Saltið og kryddið ykkur til því rótargrænmetið þarf mikið salt þannig að ekki vera hrædd við að salta og krydda réttinn. Það á að vera vökvi í botninum á mótinu þegar mótið fer inn í ofninn. Mikilvægt að setja álpappír yfir allt saman til að einangra vel og eldið í klst. Þá er álpappírinn tekinn af, hitinn aukinn í 250C og ofninn stilltur á grill. Gott er að ausa aðeins af safanum yfir kjúlingabitana áður en mótið er sett undir grillið í nokkrar mín eða þar til kjúklingurinn hefur fengið á sig gylltan lit. Borið fram með góðu salati og kartöflum/hrísgrjónum/kínóa eða öðru meðlæti.