Þetta dásamlega túnfisksalat er góð tilbreyting frá hinu típíska túnfisksalati með annað hvort majónesi eða kotasælu. Þetta túnfisksalat er svo einfalt, ljúffengt og mun fituminna. Það er próteinríkt og gott sem snarl á milli mála eða eftir æfingar eða bara í léttan hádegis/kvöldverð borið fram með góðu grænu salati. Það er einnig tilvalið að eiga inn í ísskáp til að grípa í þegar hungrið sverfur að.

Prótein- og næringarríkt t.d. ofan á brauð, flatköku eða hrökkkex.

Uppskrift:

80g smátt skorinn laukur (eða u.þ.b. 1/2 miðlungs stærð af lauk)

1 hvítlauksgeiri (eða 1/2 tsk af þurrkuðum hvítlauk (hvítlauksdufti) )

20g olía til steikingar (eða nóg til að steikja laukinn upp úr)

16 g sellerí smátt skorið (eða 1/3 af stilk)

70g tómatpúrra

1 msk sykur eða önnur sæta (til að vinna á sýrunni í tómatpúrrunni)

1 góð msk af Marokkósku kryddi fyrir sjávarfang

1 dós túnfiskur í vatni

salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Svitið laukinn og hvítlaukinn á pönnu í nokkrar mín. eða þar til glær. Bætið þá tómatpúrrunni út í og hrærið vel saman við. Því næst Marokkóska kryddinu, salti og pipar. Að lokum er túnfiskurinn síaður frá vatninu og honum bætt út í. Hitið túnfiskinn í gegn í krydduðu tómatpúrrunni og blandið honum vel saman við. Þetta salat er jafn gott hvort sem er borið fram heitt eða kalt. Það geymist vel í lokuðu íláti í ísskáp í nokkra daga.

Marokkóska kryddið á allt sjávarfang er komið í nýjar og umhverfisvænni umbúðir úr pappa og filmu…

…en var áður í þessum umbúðum út PET og áli.

add_action( 'woocommerce_after_shop_loop_item', 'woocommerce_template_loop_add_to_cart', 20 );